[Í veginum eru holur] Poem by Hasso Krull

[Í veginum eru holur]

Í veginum eru holur. Í jörðinni eru holur.
Þegar ég geng áfram sé ég: á stígvélunum mínum eru holur.
Ég sé glitta í sokkana mína í gegnum holur,
ég sé þá, ég veit það vegna þess að í hauskúpunni á mér eru holur.

Þegar regnið fellur í vatnið, myndast í vatninu holur.
Þegar droparnir lenda heyri ég í þeim vegna þess að í eyrunum á mér eru holur:
ég staldra við og anda vegna þess að í nefinu á mér eru holur.
Ég held áfram og hugsa. Já, í hugsunum mínum eru holur.

Í orðum mínum eru holur. Lao Tse hugði
allt hið nauðsynlega sprottið úr tóminu - en segðu mér, vinur,
hvaða gagn væri af tóminu ef það væri ekki gert úr
holum ofan í holur? Stórum holum. Litlum holum.

Til eru holur. Fæðing og dauði eru holur.
Það eru svarthol í alheiminum - kannski þau séu útgönguleiðir
að öðrum stað gerðum úr holum.
Útgönguleiðir eru holur. Munnurinn, hjartað, þarmarnir - holur.

COMMENTS OF THE POEM
READ THIS POEM IN OTHER LANGUAGES
Hasso Krull

Hasso Krull

Tallinn, Estland
Close
Error Success