rósirnar mínar allar 
rigningu þurfa nú 
svo er það einnig með þig 
alls þess sama þarfnast þú 
litirnir fölna fljótt 
fáirðu ekki það 
og hjartanu verður ei rótt 
hafi þar fölnað blað 
regnið er lífsins lind 
og leikur um varir þær 
sem drekka og dafnast af 
drykknum sem regnið gaf 
ástin er einnig þyrst 
einsog rósin sérhver 
og hafirðu blað eitt misst 
blómið ei dafnast hjá þér                
This poem has not been translated into any other language yet.
I would like to translate this poem
 
                    